Erlent

Evrópusambandið aðvarar stjórnvöld í Myanmar

MYND/AP

Evrópusambandið varar herforingjastjórnina í Myanmar við því að brjóta á bak aftur mótmælin í landinu. Sambandið hótar að herða refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum reyni þau að beita hervaldi til þess að koma í veg fyrir mótmælin.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að stjórnvöld í Myanmar settu útgöngubann í landinu og götur helstu borga fylltust af öryggisveitum stjórnarinnar. Mótmælin sem búddamunkar áttu frumkvæðið að eru þau víðtækustu í 20 ár. George Bush Bandaríkjaforseti gaf fyrr í dag út svipaða yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×