Viðskipti innlent

Hagnaður Unibrew dregst saman

Velta Royal Unibrew, sem FL Group á um fjórðungs hlut í, jókst um 13% milli ára og nam 1.826 milljón Dkr, eða um 20 milljörðum kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður fyrir skatt dróst hins vegar saman og nam um 37,5 milljónum Dkr. eða um 400 milljónum kr. samanborið við 45,9 milljónum Dkr, eða um 500 milljónum kr. á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs. Vegvísir Landsbankans greinir frá.

Fram kemur í Vegvísinum að verri afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum kostnaði, erfiðum rekstri í Póllandi og minni framleiðni í Danmörku. Samhliða birtingu á 6 mánaða uppgjöri sendi Royal Unibrew út nýjar áætlanir um afkomu félagsins á árinu þar sem reiknað er með hagnaði upp á 265 til 285 milljónum Dkr. auk 100 milljónum Dkr. vegna sölu á eignum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×