Viðskipti innlent

Bjóða Nasdaq og Dubai saman í OMX?

MYND/Stefán

Kauphöllin í Dubai og Nasdaq-kauphöllin í Bandaríkjunum gætu verið að komast að samkomulagi um að kaupa í sameiningu OMX-kauphöllina sem rekur norrænu kauphallirnar og kauphallir Eystrasaltsríkjanna. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir ónafngreindum heimildarmönnum.

Kauphöllin í Dubai og Nasdaq hafa hingað til bitist um OMX. Samkvæmt Daily Telegraph munu forsvarsmenn hallanna hins vegar vera að komast að samkomulagi um að Dubai-menn kaupi tæplega þriðjungshlut Nasdaq í Kauphöllinni í Lundúnum fyrir 800 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 100 milljarða króna. Jafnframt íhuga hallirnar að bjóða saman í OMX.

Borse Dubai bauð nýlega 230 sænskar krónur í hlut í OMX-kauphöllinni en Nasdaq hafði áður boðið 210 sænskar krónur í hlutinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×