Lífið

Fólkið sem meiddist við tökur á nýjustu mynd Tom Cruise hótar því að fara í mál

Fólkið sem slasaðist var í samskonar pallbíl
Fólkið sem slasaðist var í samskonar pallbíl MYND/Getty
Statistarnir sem meiddust við tökur á Valkyrie, nýjustu mynd Tom Cruise, hóta því að fara í mál við framleiðendur myndarinnar. Lögmaður þeirra Ariane Bluttner segir að ef hinir særðu fái ekki umsvifalaust bætur muni þeir fara í mál.

"Þeir sem eru ábyrgir á tökustað sýndu vítavert gáleysi og stofnuðu bæði lífi og heilsu leikaranna í hættu, sagði Blutter í samtali við AFP fréttastofuna. Talsmaður myndarinnar, Allan Mayer, segir meiðsl fólksins hafa verið minniháttar og einungis hafi níu slasast en ekki ellefu eins og haldið var fram í fyrstu. "Flestir hlutu einungis skrámur og marbletti en einn þurfti að dvelja á spítala yfir nótt," segir Mayer

Fólkið slasaðist þann 19. ágúst síðastliðinn er það féll niður af pallbíl við tökur á myndinni. Óhappið varð með þeim hætti að ein hlið bílsins gaf sig í beygju með þeim afleiðingum að fólkið féll af.

Gerð myndarinnar hefur vakið töluvert umtal í Þýskalandi, aðallega vegna þátttöku Cruise í Vísindakirkjunni sem stjórnvöld í Þýskalandi segja notfæra sér viðkvæmt fólk. Það virðist fara fyrir brjóstið á Þjóðverjum að Cruise skuli nú leika eina helstu hetju Þjóðverja frá Nasistatímabilinu en í myndinni leikur hann ofurstann Claus von Stauffenberg sem var í forsvari fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Adolf Hitler af dögum í júlí árið 1944.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.