Viðskipti innlent

Icelandair tapar einum milljarði króna

Jón Karl Ólafsson boðar skipulagsbreytingar í kjölfar taps á fyyri hluta ársins.
Jón Karl Ólafsson boðar skipulagsbreytingar í kjölfar taps á fyyri hluta ársins.

Icelandair Group tapaði um einum milljarði króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Á sama tíma jukust tekjur fyrirtækisins um fjóra milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir í lok fyrri helmingi ársins námu tæpum 72 milljörðum. Forstjóri Icelandair Group segir afkomu í áætlunarflugi undir væntingum. Hann boðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu.

Fram kemur í hálfsársuppgjöri Icelandair Group að heildartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi þessa árs hafi numið 28,1 milljarði króna. Á sama tíma í fyrra námu þær 24,1 milljarði og jukust því um fjóra milljarða milli ára.

Tap félagsins félagsins eftir skatta á fyrri helmingi þess árs var 1 milljarður króna samanborið við 658 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Eignir fyrirtækisins námu 71,6 milljörðum króna í lok fyrri helming þessa árs en voru 76,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Félagið hagnaðist þó um 205 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Haft er eftir Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningu frá félaginu að gengisþróun krónunnar hafi haft veruleg áhrif á afkomu félagsins. Þá segir hann afkomu í áætlunarflugi hafa verið undir áætlunum og aukið framboð ekki skilað sér í þeim tekjuauka sem gert var ráð fyrir. Félagið er nú að ljúka yfirtöku á tékkneska flugfélaginu Travel Service og segir Jón að það kalli á skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu sem verði kynntar á næst vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×