Viðskipti innlent

Glitnir býst við vaxtahækkunum hjá ÍLS

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Greiningadeild Glitnis býst við að útlánavextir Íbúðalánasjóðs verði hækkaðir í 4,85%-4,9% með uppgreiðsluþóknun og 5,10%-5,15% án þóknunar.

Í Morgunkorni Glitnis segir að niðurstaða liggi fyrir úr sjöunda útboði sjóðsins sem fram hafi farið í gær. Alls hafi tilboð að nafnvirði 17,0 milljarða króna borist. Sjóðurinn hafi aðeins tekið tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, HFF44 að nafnvirði 5,1 milljarða króna. Í sjötta útboði sjóðsins hafi meðalkrafa tekinna tilboða verið 4,39% og því megi ætla að útlánavextir sjóðsins verði hækkaðir um 5-10 punkta.

Útlánavextir sjóðsins voru 4,8% með uppgreiðsluþóknun og 5,05% á þóknunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×