Viðskipti innlent

Verðbólgan í lágmarki

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Vísitala neysluverðs í ágúst 2007 hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,37%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,4% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,5%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,3% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% sem jafngildir 3,1% verðbólgu á ári.

Vísitala neysluverðs í ágúst 2007, sem er 273,1 stig, gildir til verðtryggingar í september 2007. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 5.392 stig fyrir september 2007.

Greiningardeildir bankanna spáðu því að 12 mánaða verðbólga myndi lækka í 3,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×