Viðskipti innlent

Alger viðsnúningur í rekstri 365

Ari segir rekstrarafkomu 365 hafa verið viðunandi.
Ari segir rekstrarafkomu 365 hafa verið viðunandi.
Sölutekjur 365 miðla námu 5.495 milljónum króna á fyrri helmingi ársins sem er aukning um 127 milljónir króna eða 2,4% frá sama tímabili í fyrra. Uppgjör annars ársfjórðungs var kynnt í dag.

Tap fyrirtækisins á tímabilinu nam 80 milljónum króna en 1.327 milljónum á sama tímabili í fyrra af áframhaldandi starfsemi. Er því um verulegan rekstrarbata að ræða.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri hluta árs nam 413 milljónum króna en var 119 milljónir króna á sama tímabili 2006. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi nam 274 milljónum króna. en var 195 milljónir á öðrum ársfjórðungi 2006.

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að rekstrarárangur á fyrri helmingi ársins sé vel viðunandi og staðfesti viðsnúning á rekstri félagsins. Sérstaklega sé ánægjulegt hve rekstur fjölmiðlahlutans hafi gengið vel á öðrum ársfjórðungi en hann skilaði félaginu 229 milljónum í EBITDA sem sé með því besta sem gerst hefur og sambærilegur á öðrum ársfjórðuni 2005.

Ari segir að stjórnendur félagsins telji að afþreyingahluti félagsins geti gert enn betur en niðurstöður annars ársfjórðungs sýni. Mikilvægt skref hafi verið stigið til að styrkja stöðu félagsins til framtíðar, með sölu á eignum og endurfjármögnun sem lauk nýlega.

Helstu rekstrareiningar 365 hf. eru 365 miðlar ehf., Sena ehf., Sagafilm ehf., D3 ehf. og Innn hf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×