Viðskipti innlent

Bókaútgáfa Máls og menningar endurreist

Allt bendir til að bókaútgáfa Máls og menningar verði endurreist en bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um kaup Máls og menningar á útgáfuhluta Eddu.

Sjö ár eru síðan hin fornfræga útgáfa Máls og menningar gekk í eina sæng með útgáfurisanum Eddu en hann gaf út bækur undir merkjum gömlu forlaganna Almenna bókafélagsins, Máls og menningar og Vöku-Helgafells.

Mál og menning átti 17,5 prósenta hlut í Eddu en formaður Máls og menningar, Þröstur Ólafsson, staðfesti við fréttastofu í morgun að bráðabirgðasamkomulag hefði verið gert fyrir nokkrum dögum við Eddu.

Það gæti þó hrokkið til baka en hann átti þó von á því Mál og menning eignaðist útgáfuhluta Eddu á næstunni. Kaupin verða fjármögnuð með lánsfé og sölu á einu eign Máls og menningar sem er húsnæði bókabúðarinnar að Laugavegi 18. Bókaklúbbarnir verði þó áfram hjá Eddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×