Viðskipti innlent

Krónan á uppleið í morgun

Frá því að gjaldeyrismarkmaður opnaði í morgun hefur krónan styrkst um 1,2 prósent í töluverðum viðskiptum. Ingólfur Bender hjá Greiningardeild Glitnis segir að þetta sé sama þróun og varð fyrripartinn í gærdag á markaðnum.

"Þetta sýnir að viðbrögð markaðarins í síðustu viku vegna vandræðanna á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum voru verulega yfirdrifin," segir Ingófur Bender. "Það má hinsvegar búast við miklu flökti á markaðnum þessa vikuna eftir því sem fleiri fregnir berast af vandræðunum vestan hafs."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×