Viðskipti innlent

Norðmenn rannsaka eignaraðild Kaupþings að Storebrand

MYND/GVA

Norska fjármálaeftirlitið athugar nú hvort rannsaka eigi eignarhluta Kaupþings banka í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand. Mögulegt er að bein og óbein eignaraðild bankans í tryggingafyrirækinu sé komin upp yfir leyfilegt hámark.

Samkvæmt norskum lögum er hluthöfum ekki leyfilegt að eiga meira en tíu prósent í fjármála og tryggingafyrirtækjum nema með sérstakri undanþágu. Kaupþing fékk slíka undanþágu þegar bankinn keypti 20 prósent hlut í Storebrand.

Nýverið keypti hins vegar fjárfestingarfélagið Exista, sem einnig er stærsti hluthafi í Kaupþingi, 5,56 prósent hlut í Storebrand. Því gæti bein og óbein eignaraðild Kaupþings að Storebrand verið komin upp yfir leyfilegt hámark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×