Viðskipti innlent

Marel á fjórðung í Stork

Hörður Arnarson, forstjóri Marels.
Hörður Arnarson, forstjóri Marels.

Marel hefur eignast yfir fjórðungshlut í hollenska iðnfyrirtækinu Stork.

Vitað var að hlutur Marels væri kominn yfir 20 prósent þar sem þá er flöggunarskylda. Sömuleiðis er flöggunarskylda við 25 prósentin, en í morgun var látið vita af því að hlutur LME, eignarhaldsfélags Marels, Eyris og Landsbankans, væri kominn í 25,37 prósent.

Með þessu er væntanlega lokað fyrir yfirtöku fjárfestingasjóðsins Candover á Stork, en með því hefðu minnkað líkur á samruna Marels og Stork Food Systems, matvælavinnsluvélahluta samstæðunnar.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×