Viðskipti innlent

Alfesca lýkur endurfjármögnun

Alfesca hefur lokið endurfjármögnun félagsins með alþjóðlegu sambankaláni upp á 280 milljónir evra. Nýja lánið styrkir fjárhagsstöðu Alfesca, myndar sveigjanleika og skapar betri aðstöðu til þess að efla félagið og stækka það, segir í tilkynningu frá Alfesca. Samkvæmt henni er árlegur sparnaður á samanburðargrundvelli vegna lægri fjármagnskostnaðar áætlaður um 1,5 milljón evra eða um 125 milljónir íslenskra króna.

Kaupþing og franski bankinn Natixis voru umsjónaraðilar lánsins og sáu einnig um að selja það til alþjóðlegra bankastofnana. “Það er afar ánægjulegt fyrir Alfesca að veruleg umframeftirspurn varð þegar lánið var boðið til sölu á alþjóðlegum bankamarkaði og endurspeglar það sterka stöðu félagsins á alþjóðavettvangi,” segir í tilkynningunni. Nýja lánið kom til á fjórða ársfjórðungi nýliðins reikningsárs en alls tóku tíu bankastofnanir þátt í endurfjármögnuninni.                    

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×