Viðskipti innlent

Novator komið með 90% hlutafjár í Actavis

Björgólfur Thor Björgólfsson er eigandi Novators
Björgólfur Thor Björgólfsson er eigandi Novators Mynd/ Brinks

Novator hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90% hlutafjár í Actavis. Samkvæmt yfirtökutilboði rennur tilboðsfrestur út á morgun. Þeir hluthafar sem hafa ekki þegar samþykkt tilboðið hafa því frest til morguns til að ganga frá samþykki. Að öðrum kosti öðlast þeir ekki rétt til viðbótargreiðslu ef Novator selur hlut sinn innan 12 mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×