Viðskipti innlent

Straumur með 95% hlutafjár í eQ

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss.
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss. Mynd/ Visir.is
Straumur-Burðarás hefur eignast ríflega 95% hlutafjár í finnska bankanum eQ samkvæmt niðurstöðum yfirtökutilboðs. Að auki hyggst Straumur-Burðarás eignast alla útgefna og eftirstandandi hluti í eQ. Bankinn mun nú hefja aðgerðir til innköllunar á eftirstöðvum hlutafjárins samkvæmt ákvæðum finnskra hlutafélagalaga. Straumur-Burðarás keypti 62% í eQ 22. maí síðastliðinn, eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbanka Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×