Viðskipti innlent

Þinglýstum kaupsamningum fjölgar verulega

Mikið líf er á fasteignamarkaði þessa dagana.
Mikið líf er á fasteignamarkaði þessa dagana. Mynd/ Visir.is
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 36 á milli vikna. Í vikunni sem leið var 249 samningum þinglýst en 213 í vikunni þar áður. Heildarvelta jókst um 860 milljónir á milli vikna. Fór úr 6.442 milljónum í rúmar 7.300 milljónir. Athygli vekur að viðskipti með íbúðir í fjölbýli stendur nánast í stað en viðskipti með sérbýli aukast verulega.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 335,7 stig í maí 2007 og hækkaði um 3,6% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 6,8%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 8,8% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 9,3%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×