Viðskipti innlent

Actavis með nýtt lyf á markað í Bandaríkjunum

MYND/365

Actavis hefur sett nýtt forðalyf á markað í Bandaríkjunum. Lyfið heitir Nifedipine XR og er notað við háþrýstingi, ýmist eitt sér eða með öðrum blóðþrýstingslyfjum. Dreifing lyfsins er þegar hafin og er fyrsta markaðssetning Abrika síðan Actavis keypti fyrirtækið í apríl.

Nifedipine XR er samheitalyf Adalat® CC frá frumlyfjafyrirtækinu Bayer. Árleg sala þess á Bandaríkjamarkaði nam 143 milljónum Bandaríkjadala (9 milljörðum ISK) á tólf mánaða tímabili sem lauk í mars síðastliðinn.

Actavis hefur nú markaðsett 6 ný samheitalyf í Bandaríkjunum frá áramótum en áætlað er að þau verði á bilinu 18-20 á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×