Fótbolti

Einn lést í óeirðum í Argentínu

Fertugur karlmaður lét lífið og fjörutíu slösuðust í uppþoti sem varð á knattspyrnuleik í Buenos Aires í Argentínu í fyrrakvöld. Til átaka kom á leik Nueva Chicago og Tigres sem léku síðari leik sinn um laust sæti í efstu deild og réði lögreglulið sem kallað var út ekkert við óeirðaseggina. Átökin brutust út í kjölfar þess að stuðningsmenn réðust inn á völlinn og bárust átökin út fyrir leikvanginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×