Viðskipti innlent

Lántökur heimilanna aukast

MYND/365

Heildarskuldir íslenskra heimila hækkuðu um 11 milljarða króna í maí frá fyrri mánuði. Verðtryggð lán eru langstærsti hluti skulda heimilanna eða um 73%. Hlutfall gengisbundinna lána af heildarskuldum heimila var tæplega 11,6%, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Verðtryggð lán íslenskra heimila jukust lítillega í maí síðastliðnum eða um 1.2% frá fyrri mánuði og eru útistandandi verðtryggð lán íslenskra heimila 546 milljarðar króna. Góður árangur á fasteignamarkaði kann að mestum hluta að vera skýringin á hækkuninni.

Gengisbundin lán hafa aukist um 79% síðustu 12 mánuði miðað við fast gengi og alls eru útistandandi gengisbundin lán íslenskra heimila 86 milljarðar króna. Í apríl drógust gengisbundin lán saman um 19% frá fyrri mánuði í kjölfar umræða um að lántaka í erlendri mynt væri óhagstæð í kjölfar sterks gengis krónunnar. Sú þróun virðist þó ekki hafa náð fótfestu þar sem að gengisbundin lán íslenskra heimila jukust í maí um 7% á föstu gengi frá fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×