Viðskipti innlent

Velta Eimskips ríflega tvöfaldast á mili ára

Hagnaður Eimskips nam 17 milljónum króna.
Hagnaður Eimskips nam 17 milljónum króna.

Hagnaður Eimskips eftir skatta á öðrum ársfjórðungi 2007 nam 0,2 milljónum evra eða 17 milljónum króna samanborið við tap upp á 34,6 milljónir evra eða tæpa þrjá milljarða á sama tímabili árið 2006.

Rekstrartekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi 2007 námu 397 milljónum evra eða 33 milljörðum króna samanborið við 173 milljónir evra eða 14,4 milljarða á sama tíma árið 2006 og jukust því um 130% milli ára. Rekstrargjöld námu 378 milljónum evra eða 31 milljarði króna samanborið við 170 milljónir evra eða 13 milljarða árið áður.

Fjármagnsgjöld voru 14 milljónir evra. Mikill fjármagnskostnaður skýrist af skammtímaláni vegna yfirtöku félagsins á Atlas Cold Storage í upphafi ársins, eða um 50% af heildarfjármagnsgjöldum. Stefnt er að sölu fasteigna Atlas í lok rekstrarársins 2007 og andvirði sölunnar nýtt til að greiða niður skuldir, segir í fréttatilkynningu frá Eimskip.

Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi hafi verið í takt við áætlanir og það sama megi segja um fyrri árshelming í heild sinni. Hann segir jafnframt að Eimskip sé að stækka mikið um þessar mundir og hafi það leitt til aukinnar skuldsetningar félagsins til skemmri tíma. Vegna þessa vegi fjármagnskostnaður þungt.

Eimskip sé að stækka mikið um þessar mundir og hafi það leitt til aukinnar skuldsetningar félagsins til skemmri tíma. Vegna þessa vegi fjármagnskostnaður þungt.

Árshlutareikning Eimskips má sjá í viðhengi hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×