Viðskipti innlent

Marel kaupir sölu og dreifingardeild Maritech í Noregi

Marel tilkynnti í dag um kaup dótturfyrirtækis síns á sölu-og dreifingardeild Maritech í Noregi. Maritech sem nú er í eigu norska félagsins AKVA Group hefur verið helsti sölu- og dreifingaraðili fyrir Marel í Noregi síðastliðin 20 ár og hefur átt töluverðan þátt í sterkri stöðu félagsins þar.

Samkvæmt fréttatilkynningu eru kaupin hluti af áherslubreytingum Marel Food Systems að eiga sjálft öll dreifingar- og sölufyrirtæki, en félagið rekur nú 24 sölu- og dreifingarfyrirtæki um allan heim. Um 19 starfsmenn starfa í hinni keyptu deild og gert er ráð fyrir að hún muni verða hluti af Marel frá og með 1. september nk.

Þessu til viðbótar gerðu Marel Food Systems og AKVA Group með sér samkomulag um alþjóðlegt samstarf á sviði hugbúnaðarkerfa fyrir sjávarútveginn en Marel og Maritech áður unnið töluvert saman í því að þjónusta stóra viðskiptavini og miðar þetta samkomulag að því að tryggja áframhaldandi samstarf.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×