Viðskipti innlent

Þinglýstir kaupsamningar ekki fleiri í nærri þrjá mánuði

MYND/Vilhelm

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 252 og hefur ekki verið meiri síðan í lok mars þegar 264 samningum var þinglýst á einni viku.

Þá er fjöldinn í síðustu viku töluvert meiri en meðtal síðustu tólf vikna sem reyndist 212 íbúðir. Heildarveltan í viðskiptunum í síðustu viku nam tæpum 6,9 milljörðum króna og var meðal upphæð á samning 27,4 milljónir.

Fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins að af þeim 252 samningum sem þinglýst var á höfuðborgarsvæðinu hafi langflestir verið um eignir í fjölbýli, eða 196.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×