Viðskipti innlent

Minni vöxtur á gjaldeyrismarkaði

MYND/GVA

Verulega hefur hægt á vexti gjaldeyrismarkaðar á Íslandi miðað við veltu á millibankamarkaði samkvæmt frétt greiningu Glitnis. Í síðasta mánuði nam veltan 264 milljörðum króna sem er tæplega 20 prósent minni velta en í sama mánuði í fyrra.

Í frétt greiningu Glitnis kemur fram að samanburðurinn milli þessara tveggja mánaða sé þó ekki að fullu marktækur. Maímánuður í fyrra hafi verið óvenjulegur og einkennst af miklum gengissveiflum krónunnar. Því hafi fylgt mikil velta á gjaldeyrismarkaði.

Þá segir ennfremur í frétt greiningu Glitnis að gjaldeyrismarkaður nú sé mun fjölbreyttari en á síðasta ári og að mikill vöxtur hafi verið í gjaldeyrismiðlun um miðlunarkerfi auk þess sem stöðutaka á gjaldeyrismarkaði með framvirkum samningum og skiptasamningum hafi aukist hratt.

Gert er ráð fyrir því að velta á gjaldeyrismarkaði verði svipuð í ár og í fyrra en um 4.400 milljarðar króna.

Sjá nánar frétt Glitnis hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×