Viðskipti innlent

Krónan veikist um 2,32 prósent á einum degi

MYND/Hari

Gengi íslensku krónunnar lækkaði umtalsvert í dag en við lokun markaða stóð gengisvísitalan í 114,20 og fór upp um 2,32 prósent. Krónan veiktist að sama skapi um sömu prósentutölu.

Gengið lækkaði mest gagnvart evrunni og norsku krónunni en minna gagnvart Bandaríkjadal.

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að lækkunin hafi komið í kjölfar skýrslu Hafrannsóknunarstofnunar þar sem fram kemur að æskilegt sé að minnka þorskveiðar um allt að 34 prósent. Þetta er mesta veiking krónunnar á einum degi síðan í desember í fyrra, að sögn Landsbankans sem tekur fram að skyndilegar og miklar breytingar á gengi krónunnar gangi oft að einhverju leyti til baka. Hvort lækkunin gangi til baka nú muni skýrast á næstunni. Það verði hins vegar ekki ljóst fyrr en ákvörðun um aflaheimildir liggi fyrir að hve miklu leyti verði farið eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×