Viðskipti innlent

Norðanflug hefur starfsemi

Norðanflug ehf. er nýtt fraktflugfélag sem 3. júní hefur reglubundið flug frá Akureyri til Oostende í Belgíu þrisvar í viku. Með fluginu styttist flutningstími fersks fisks, sem unninn er á Norðausturlandi, um heilan dag.

Norðanflug verður með aðsetur í Oddeyrarskála á Akureyri, en nýráðinn framkvæmdastjóri er Unndór Jónsson. Hann starfaði áður á flugrekstrarsviði flug­félagsins Atlanta.

Stofnendur félagsins eru Samherji, Eimskip og SAGA Capital fjárfestingarbanki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×