Viðskipti erlent

Stórmarkaður í sigti fjárfesta

Fjárfestafélög eru sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Willam Morrison, fjórðu stærstu matvörukeðju Bretlands á næstunni.
Fjárfestafélög eru sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Willam Morrison, fjórðu stærstu matvörukeðju Bretlands á næstunni. MYND/AFP

Alþjóðlegir fjárfestasjóðir eru sagðir skoða eignastöðu bresku stórmarkaðakeðjunnar William Morrison og geti svo farið að yfirtökutilboð fyrir allt að níu milljarða punda, jafnvirði 1.141 milljarðs íslenskra króna verði lagt fram í hana á næstu dögum.

Talsverð hreyfing hefur verið á breskum matvörumarkaði það sem af er árs en fjárfestingasjóðir hafa keppst um að kaupa upp fyrirtæki þar. Skemmst er að minnast baráttunnar um Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands.

Ekki liggur fyrir hvaða fjárfestingasjóðir eigi í hlut að þessu sinni en orðrómur var á mánudag uppi um að CVC Capital, sem fyrir nokkru dró óformlegt yfirtökutilboð sitt í stórmarkaðinn Sainsbury til baka, væri í þann mund að leggja fram formlegt tilboð í þessa fjórðu stærstu verslanakeðju Bretlands. Talsmaður CVC Capital vísaði fréttunum á bug á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×