Dagur fyrir Ítalíu 23. maí 2007 05:15 ítalski sendiherrann Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi, sat fundinn. Við hlið hennar er Pétur Björnsson, ræðismaður Ítalíu á Íslandi. MYND/Anton Viðskipti og samskipti milli Íslands og Ítalíu hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Margir telja þó að enn búi ýmsir óleystir kraftar landanna á milli. Íslensk-ítalska viðskiptaráðið hefur það að markmiði að efla og styrkja viðskiptatengsl milli Ítalíu og Íslands. Er hlutverk þess meðal annars að vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna, skipuleggja heimsóknir aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins og aðstoða við að koma á tengslum milli fyrirtækja. Þessu til viðbótar stendur ráðið reglulega fyrir fundum og ráðstefnum um málefni er tengjast viðskiptum milli landanna. Einn slíkur var haldinn í síðustu viku þegar ítalska viðskiptadeginum var fagnað á fjórtándu hæð í Húsi verslunarinnar.Ítalir vita lítið um ÍslandThor Vilhjálmsson ávarpar fundargesti Í lok fundarins ávarpaði Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og forseti Dante-félagsins á Íslandi, fundargesti. Guðjón Rúnarsson, fundarstjóri og formaður Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, hlustar á. Markaðurinn/AntonÁ fundinum fjallaði Guðrún Sigurðardóttir hjá Islandtours Lecco um markaðssetningu Íslands fyrir Ítali. Hún sagði ítalska ferðamenn hérlendum ferðamannabransa afar verðmæta. Á síðasta ári hefðu níu þúsund ítalskir ferðamenn komið til landsins. Upp til hópa keyptu þeir dýrari pakkaferðir en aðrar Evrópuþjóðir, auk þess sem þeir spöruðu iðulega lítið við sig á meðan á dvölinni stæði.Guðrún segir marga Ítali vita lítið um Ísland. Sökum þessa skorts sé grunnmarkaðsvinna nauðsynleg á Ítalíu. Sú vinna hefur farið fram í samstarfi við aðrar íslenskar ferðaskrifstofur, Icelandair og aðra hagsmunaaðila. Þá kemur Ferðamálastofa einnig að markaðsstarfi í landinu þótt hún reki ekki skrifstofu þar. Það sagði Guðrún afar mikilvægt að yrði í framtíðinni, til að Ísland gæti verið samkeppnishæft við hin Norðurlöndin, sem öll reka ferðamálastofur á Ítalíu. Þá kallaði hún eftir aukinni samvinnu milli íslenskra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við Ítalíu því mikil þörf væri á að kynna Ísland frekar á Ítalíu.Á Ítalíu eru starfrækt fjölmörg svæðisbundin markaðs- og sölusamtök smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem er meira um þar í landi en víðast hvar annars staðar. Samtök af þessu tagi eru vettvangur fyrir framleiðendur á sama atvinnusvæði. Þau gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir lítil fyrirtæki sem oft hafa litla sem enga burði hafa til að koma sér á framfæri sjálf. Roberto Santini, talsmaður viðskiptaráðs Grosseto í suðvesturhluta Toscana-héraðs á Ítalíu, fjallaði á fundinum um mikilvægi slíkra samtaka. Þá sagði hann frá nýlegum samningi sem markaðs- og sölusamtök Grosseto hafa gert við Hagkaup um sölu á vörum héraðsins undir vörumerkinu Ítalía. Samtök af þessu tagi hafa gert það að verkum að smáfyrirtæki í ítölskum sveitum hafa landað stórsamningum við alþjóðlegar keðjur, sem hefði verið nánast ómögulegt án samtakanna.Margt ólíkt með þjóðunumEygló Ólafsdóttir, útflutningsstjóri hjá ítalska matvælaframleiðandanum Saclà, fjallaði á fundinum um líkindin og ólíkindin með Íslendingum og Ítölum. Hún sagði margt ólíkt í hegðun og gildum Íslendinga og Ítala, sem kæmi meðal annars fram í hvernig þeir rækju fyrirtæki. Sagði hún Íslendinga geta lært ýmislegt af Ítölum, meðal annars þegar kæmi að því að vernda þjóðarhefðir sínar. Taldi hún að aukin samskipti milli landanna myndu hagnast báðum löndum vel, svo lengi sem Íslendingar væru tilbúnir að leggja á sig að læra ítölsku. Annað dygði ekki til ætlaði fólk að hasla sér völl í landinu.Mario De Paoli, forstöðumaður hjá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo, sem sér um byggingu Kárahnjúkastíflu, fjallaði um starf fyrirtækisins hér á landi. Lýsti hann meðal annars þeim áskorunum sem fylgdu því að koma upp 1.500 manna alþjóðlegu þorpi með allri þjónustu á þessu afskekkta svæði. Þá sagði Mario skrif íslenskra fjölmiðla um Impregilo oft á tíðum óvægin og jafnvel ósönn. Það hefði gert það að verkum að fyrirtækið færi varlega í samskiptum sínum við fjölmiðla.Þær Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi, ávörpuðu einnig fundinn. Hvatti sendiherrann meðal annars íslenska fjárfesta til að beina sjónum sínum frekar að Ítalíu. Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Viðskipti og samskipti milli Íslands og Ítalíu hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Margir telja þó að enn búi ýmsir óleystir kraftar landanna á milli. Íslensk-ítalska viðskiptaráðið hefur það að markmiði að efla og styrkja viðskiptatengsl milli Ítalíu og Íslands. Er hlutverk þess meðal annars að vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna, skipuleggja heimsóknir aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins og aðstoða við að koma á tengslum milli fyrirtækja. Þessu til viðbótar stendur ráðið reglulega fyrir fundum og ráðstefnum um málefni er tengjast viðskiptum milli landanna. Einn slíkur var haldinn í síðustu viku þegar ítalska viðskiptadeginum var fagnað á fjórtándu hæð í Húsi verslunarinnar.Ítalir vita lítið um ÍslandThor Vilhjálmsson ávarpar fundargesti Í lok fundarins ávarpaði Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og forseti Dante-félagsins á Íslandi, fundargesti. Guðjón Rúnarsson, fundarstjóri og formaður Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, hlustar á. Markaðurinn/AntonÁ fundinum fjallaði Guðrún Sigurðardóttir hjá Islandtours Lecco um markaðssetningu Íslands fyrir Ítali. Hún sagði ítalska ferðamenn hérlendum ferðamannabransa afar verðmæta. Á síðasta ári hefðu níu þúsund ítalskir ferðamenn komið til landsins. Upp til hópa keyptu þeir dýrari pakkaferðir en aðrar Evrópuþjóðir, auk þess sem þeir spöruðu iðulega lítið við sig á meðan á dvölinni stæði.Guðrún segir marga Ítali vita lítið um Ísland. Sökum þessa skorts sé grunnmarkaðsvinna nauðsynleg á Ítalíu. Sú vinna hefur farið fram í samstarfi við aðrar íslenskar ferðaskrifstofur, Icelandair og aðra hagsmunaaðila. Þá kemur Ferðamálastofa einnig að markaðsstarfi í landinu þótt hún reki ekki skrifstofu þar. Það sagði Guðrún afar mikilvægt að yrði í framtíðinni, til að Ísland gæti verið samkeppnishæft við hin Norðurlöndin, sem öll reka ferðamálastofur á Ítalíu. Þá kallaði hún eftir aukinni samvinnu milli íslenskra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við Ítalíu því mikil þörf væri á að kynna Ísland frekar á Ítalíu.Á Ítalíu eru starfrækt fjölmörg svæðisbundin markaðs- og sölusamtök smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem er meira um þar í landi en víðast hvar annars staðar. Samtök af þessu tagi eru vettvangur fyrir framleiðendur á sama atvinnusvæði. Þau gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir lítil fyrirtæki sem oft hafa litla sem enga burði hafa til að koma sér á framfæri sjálf. Roberto Santini, talsmaður viðskiptaráðs Grosseto í suðvesturhluta Toscana-héraðs á Ítalíu, fjallaði á fundinum um mikilvægi slíkra samtaka. Þá sagði hann frá nýlegum samningi sem markaðs- og sölusamtök Grosseto hafa gert við Hagkaup um sölu á vörum héraðsins undir vörumerkinu Ítalía. Samtök af þessu tagi hafa gert það að verkum að smáfyrirtæki í ítölskum sveitum hafa landað stórsamningum við alþjóðlegar keðjur, sem hefði verið nánast ómögulegt án samtakanna.Margt ólíkt með þjóðunumEygló Ólafsdóttir, útflutningsstjóri hjá ítalska matvælaframleiðandanum Saclà, fjallaði á fundinum um líkindin og ólíkindin með Íslendingum og Ítölum. Hún sagði margt ólíkt í hegðun og gildum Íslendinga og Ítala, sem kæmi meðal annars fram í hvernig þeir rækju fyrirtæki. Sagði hún Íslendinga geta lært ýmislegt af Ítölum, meðal annars þegar kæmi að því að vernda þjóðarhefðir sínar. Taldi hún að aukin samskipti milli landanna myndu hagnast báðum löndum vel, svo lengi sem Íslendingar væru tilbúnir að leggja á sig að læra ítölsku. Annað dygði ekki til ætlaði fólk að hasla sér völl í landinu.Mario De Paoli, forstöðumaður hjá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo, sem sér um byggingu Kárahnjúkastíflu, fjallaði um starf fyrirtækisins hér á landi. Lýsti hann meðal annars þeim áskorunum sem fylgdu því að koma upp 1.500 manna alþjóðlegu þorpi með allri þjónustu á þessu afskekkta svæði. Þá sagði Mario skrif íslenskra fjölmiðla um Impregilo oft á tíðum óvægin og jafnvel ósönn. Það hefði gert það að verkum að fyrirtækið færi varlega í samskiptum sínum við fjölmiðla.Þær Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi, ávörpuðu einnig fundinn. Hvatti sendiherrann meðal annars íslenska fjárfesta til að beina sjónum sínum frekar að Ítalíu.
Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira