Viðskipti erlent

Spá 4,1% verðbólgu á árinu

Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis segja verðbólguþrýsting hafa valdið því að verðbólguspár deildanna stóðust ekki.
Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis segja verðbólguþrýsting hafa valdið því að verðbólguspár deildanna stóðust ekki. MYND/Hari

Greiningardeild Glitnis spáir að verðbólga fari úr 4,7 prósentum í 4,2 prósent í næsta mánuði.

Greiningardeildir banka eru ekki alveg samstíga um hvenær verðbólga nái 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans.

Greiningardeild Landsbankans segir hagvísa benda til að töluverður verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu. Deildin hafði fyrr á árinu gert ráð fyrir mjög lítilli verðbólgu en styrking krónunnar og hækkun á húsnæðisverði um rúm 6 prósent frá áramótum vegi á móti.

Greiningardeildin segir jafnvægi komast á þjóðarbúskapinn á næstu tveimur árum, launaþróun verði hófleg og verðbólga komin nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiðum Seðlabankans síðar á árinu.

Greiningardeild Glitnis tekur í sama streng enda stóðst ekki spá bankans af sömu sökum. Gerir hún ráð fyrir hækkun á verði matvara og fatnaðar samhliða áframhaldandi hækkun fasteignaverðs og eldsneytis og telur líkur á verðbólga lækki í 4,2 prósent.

Ólíkt Landsbankans spáir Glitnir því að verðbólga muni sveiflast nokkuð á næstu árum og muni ekki ná markmiði Seðlabankans fyrr en eftir tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×