Viðskipti innlent

Baugur þrýstir á Woolworths

MYND/Getty Images

Verslunarkeðjan Woolworths er undir þrýstingi Baugs, sem á 10 prósent í fyrirtækinu, að íhuga að skipta fyrirtækinu upp í smásölu og heildsölu. Auk þess eru hugmyndir um að selja fjölda verslana þess. Fyrirtækið tilkynnti í gær um slæmt gengi í smásölu og kynnti í leiðinni samning sem mun auka til muna sölu á afþreyingarefni.

Um er að ræða sölu á geisladiskum vídeóleikjum og DVD til ASDA matvöruverslananna. Samningurinn mun auka veltu fyrirtækisins um 200 milljónir punda . Samningurinn kemur í kjölfar þess að fyrirtækið missti heildsölusamning við Tesco fyrr á árinu. Hlutabréf hækkuðu um tvö prósent við fréttirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×