Innlent

Varðskipið Óðinn breytist í leiksvið

Frá æfingu sýningarinnar.
Frá æfingu sýningarinnar.

Varðskipið Óðinn umbreytist í leiksvið þegar flutt verður þar leikritið Gyðjan í vélinni. Verkið er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verður frumflutt 10. maí næstkomandi. Áhorfendur verða leiddir um vistarverur skipsins þar sem brugðið verður upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir á nýstárlegan hátt.

Þeir verða fræddir um það hvernig konan verður þegar búið er að: „skræla hana og skoða, og hún sett inn í heim sem hún hefur aldrei átt þátt í að skapa," eins og segir í fréttatilkynningu.

Það er Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur sem leiðir sýninguna í þessu elsta skipi Landhelgisgæslunnar. Í því eru leikkonurnar Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir. Auk þeirra kemur fjöldi annarra listamanna að sýningunni.

Miðasala fer fram hjá Listahátíð í Reykjavík, en verkefnið er styrkt af Menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg og er í samstarfi við Landhelgisgæsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×