Handbolti

Kiel bikarmeistari í Þýskalandi

Nikola Karabatic fór enn og aftur á kostum í liði Kiel og hér úðar hann kampavíninu yfir sænska félaga sína
Nikola Karabatic fór enn og aftur á kostum í liði Kiel og hér úðar hann kampavíninu yfir sænska félaga sína NordicPhotos/GettyImages

Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari í handbolta eftir sveiflukenndan úrslitaleik gegn Kronau Östringen. Leikurinn var sýndur beint á Sýn. Östringen sem sló Hamburg óvænt út í undanúrslitunum í gær var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þegar liðið náði mest 6 marka forystu. Staðan í hálfleik var 19-15 fyrir Kronau Östringen sem vermir áttunda sætið í þýsku úrvalsdeildinni. Oleg Velyky var markahæstur Östringenmanna með 10 mörk.

En í seinni hálfleik snerist dæmið við og á ótrúlegum kafla skoraði Kiel 13 mörk gegn 5 mörkum Östringenliðsins og náði 4 marka forskoti. Hinn franski markvörður Kiel, Thierry Omayer fór á kostum og varði alls 20 skot, þar af sex vítaskot. Geri aðrir betur. Nikola Karabatic átti enn einn stórleikinn í liði Kiel en hann var markahæstur með 12 mörk.

Östringen náði að minnka muninn í eitt mark á ný undir lokin en Kiel jók forystuna aftur og vann tveggja marka sigur. Lokatölur 33-31 og Kiel er bikarmeistari 2007 og á nú möguleika á að vinna tvöfalt því liðið er efst í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×