Lífið

Penelope Cruz langar að ættleiða

Penelope Cruz er farin að huga að barneignum
Penelope Cruz er farin að huga að barneignum MYND/Getty Images

Það virðist sem enginn sé maður með mönnum í Hollywood nema vera búinn að ættleiða barn, eða að minnsta kosti hugsa um að ættleiða. Nú hefur spænska leikkonan Penelope Cruz bæst í hóp þeirra Hollywoodstjarna sem láta sig ættleiðingar varða.

,,Auðvitað langar mig að eignast börn," segir leikkonan, sem er 32 ára, í samtali við Marie Claire. ,,Mig langar að eignast mín eigin börn, en mig langar líka til að ættleiða. Um tíma hefur mér fundist að líf mitt verði ekki fullkomnað nema ég ættleiði."

Penelope er laus og liðug og þvertekur fyrir að eiga í ástarsambandi en hún hefur nýlega verið orðuð við leikarana Orlando Bloom og Josh Hartnett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.