Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband) 10. apríl 2007 15:52 Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira