Viðskipti innlent

Vilja hækka ellilífeyrsgreiðslur vegna góðrar afkomu

Lagt hefur verið til að ellilífeyrisgreiðslur úr Almenna lífeyrissjóðnum verði hækkaðar um fjögur prósent vegna góðrar stöðu lífeyrisdeildar en afkoma sjóðsins í fyrra var mjög góð eftir því sem segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að heildareignir sjóðsins hafi verið um 83 milljarðar í lok árs og hafi aukist um 29 prósent á árinu. Sjóðsfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum voru nærri 30 þúsund í árslok og hafði þeim fjölgað um rúmlega 4300 á árinu 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×