Körfubolti

Ósigur eftir flautukörfu annan leikinn í röð

Udonis Haslem fagnar flautukörfunni
Udonis Haslem fagnar flautukörfunni AP

Washington Wizards tapaði öðrum leiknum í röð á flautukörfu. Á laugardag skoraði Steve Francis sigurkörfu New York Knicks gegn Wizards og í gærkvöldi endurtók sagan sig þegar Udonis Haslem skoraði fyrir Miami í 106-104 sigri. Haslem skoraði þegar aðeins 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Gilbertas Arenas var stigahæstur hjá Wizards með 33 stig en Gary Payton skoraði 17 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 12 stig fyrir Miami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×