Innlent

Segir gylliboð á Netinu notuð til að fjármagna hryðjuverk

MYND/Róbert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar enn og aftur við gylliboðum á Netinu þar sem jafnvel séu á ferðinni hryðjuverkamenn sem noti þessa leið til að fjármagna starfsemi sína. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekkert lát sé á gylliboðum á Netinu en þau séu einungis til að hafa af fólki fé.

Sagt er frá ungum manni sem fann bíl á Netinu á mjög góðu verði. Sagðist seljandinn ætla senda bíllinn til landsins til reynsluaksturs en fyrst þyrfti maðurinn að borga helming af söluverði til þriðja aðila. Enn bólar ekkert á bílnum og segir lögregla að aldrei hafi staðið til að efna samninginn. Biður lögregla fólk um að hafa samband við sig þegar gylliboð sem þessi berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×