Lífið

Vonar að fóturinn detti ekki af

Heather Mills er létt í lund á dansgólfinu þrátt fyrir fötlun sína
Heather Mills er létt í lund á dansgólfinu þrátt fyrir fötlun sína MYND/Getty Images

Heather Mills, sem hvað frægust er fyrir að giftast Bítilnum Paul McCartney, er þátttakandi í raunveruleikaþættinum Dansað með stjörnunum eða Dancing With the Stars sem sýndur Vestanhafs um þessar mundir. Heather lenti í mótorhjólaslysi árið 1993 og missti í kjölfarið annan fótlegg sinn.

Heather virðist taka danskeppninni létt þrátt fyrir að vera með gervifót. Hún lét hafa það eftir sér í viðtali við Extra að hún vonaði að fóturinn héldist á en það væri mjög ólíklegt að hann dytti af. Þó yrði það fyndið ef hann myndi sparka í dómarana. Hefur Heather því litlar áhyggjur af danskeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.