LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd 22. febrúar 2007 22:04 Ekkert varð af fyrirhuguðum félagaskiptum Jason Kidd, en heimildir herma að Lakers hafi samþykkt skilmála New Jersey um að fá hann í kvöld NordicPhotos/GettyImages Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira