Lífið

James Brown loksins jarðsettur

James Brown árið 2005 þegar hann var enn í fullu fjöri
James Brown árið 2005 þegar hann var enn í fullu fjöri

Guðfaðir soultónlistarinnar, James Brown sem lést á jóladag, fer loksins að fá sína hinstu hvílu. Lík hans hefur verið geymt á leynilegum stað frá andláti hans þar sem kærasta hans, Tomi Rae Hynie og börnin hans sex gátu ekki komið sér saman um hvar ætti að greftra hann.

Virðast þau nú hafa náð samkomulagi og verður James jarðsettur á næstu dögum. Ekki hefur verið gert opinbert hvaða staður varð fyrir valinu. James ku hafa það gott í kistu sinni en Charles Reid, sem gætir líksins, segist kíkja reglulega á hann og segir hann vera í góðu standi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.