Lífið

Pabbi Britneyar hvatti hana að sækja sér hjálpar

Britney með fyrrum eiginmanni sínum og barnsföður, Kevin Federline
Britney með fyrrum eiginmanni sínum og barnsföður, Kevin Federline MYND/AP

Britney er loksins farin í meðferð en sögur þess efnis hafa verið að ganga undanfarið. Samkvæmt heimildum US Weekly fór Britney sjálfviljug í meðferð á þriðjudag eftir að pabbi hennar taldi hana á að gera það. Þetta staðfestir umboðsmaður söngkonunnar, Larry Rudolph.

Þessi ákvörðun söngkonunnar kemur í kjölfar þess að hún ,,flippaði út" síðasta föstudag, en þá rakaði hún sig sköllótta og fékk sér tvö tattoo eins og kunnugt er.

Lífið hefur ekki leikið við Britney undanfarið. Samband hennar við móður sína hefur ekki verið gott en móðir hennar er sögð hafa miklar áhyggjur af partístandi og heilsufari dóttur sinnar. Þegar hún reyni að tala Britney til þá æpi Britney á hana og segi henni að skipta sér ekki af sínum málum.

Einnig hefur pabbi Britneyar miklar áhyggjur af framferði dóttur sinnar en þau hittust og borðuðu kvöldmat saman á sunnudag. Hann ku hafa talað hana til og beðið hana um að leita sér hjálpar þar sem hann óttaðist um öryggi hennar. Hún þyrfti að ná tökum á lífi sínu á nýjan leik.

Þetta samtal Britneyar við föður sinn virðist hafa gert gæfumuninn og vonandi tekst henni að haldast á meðferðarstofnuninni í þetta sinnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.