Handbolti

Alexander með 9 mörk í sigurleik

NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt í góðum sigri liðsins á Melsungen 38-34 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, en alls voru fimm leikir á dagskrá í deildinni. Staða efstu liða breyttist ekkert þar sem þau unnu öll leiki sína.Efstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik unnu leiki sína í kvöld.

Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshaven þegar liðið gerði 28-28 jafntefli við Kronau Östringen. Topplið Flensburg lagði Lubbecke á 33-30 þar sem Þórir Ólafsson komst ekki á blað. Kiel lagði Wetzlar auðveldlega 40-31 og Hamburg lagði Balingen 34-29.

Flensburg er í toppsætinu með 35 stig, Kiel í öðru með 34 stig og Hamburg í þriðja með 32 stig. Gummersbach er svo í fjórða sætinu með 31 stig en á leik til góða gegn liði Magdeburg á morgun. Magdeburg er í fimmta sætinu með 30 stig og á tvo leiki til góða - svo ljóst er að hart verður barist á morgun þegar Alfreð Gíslason leiðir lærisveina sína á gamla heimavöllinn í Magdeburg.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×