Viðskipti innlent

Sími fyrir heyrnarlausa

SMS-smáskilaboð voru bylting fyrir samfélag heyrnarlausra en nú er von á nýrri byltingu. Verkefnið MobileASL sem nú er langt komið við Washington-háskóla í Bandaríkjunum er að ná að fullkomna tækni sem gerir fólki kleyft að tala táknmál í gegnum myndsíma sem auðvelt er að stinga í vasa.

Símarnir eru með stóran skjá og innbygða upptökuvél. Vandamálið sem enn blasir við er að flutningsgeta GSM-kerfa dugir illa fyrir rauntíma video-samskipti. Til að ná þeirri skerpu sem þarf á skjáina til að táknmálið skiljist hefur hópurinn hannað nýjan video-staðal byggðan á H.264 staðli Apple, x264, en þessi staðall gefur mjög skýra mynd þó hún sé lítil.

Það má búast við að á næstu árum geti heyrnarlausir hérlendis farið að nýta sér þessa tækni.

Heimasíða verkefnisins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×