Lífið

Anna Nicole lét sauma útfarardress

Anna Nicole Smith heitin ásamt syni sínum Daniel, sem einnig er látinn, í LA 1999.
Anna Nicole Smith heitin ásamt syni sínum Daniel, sem einnig er látinn, í LA 1999. MYND/AP

Anna Nicole Smith heitin var að láta sauma á sig kjól til að vera greftruð í ef dauða hennar bæri að garði. Þetta sagði lögmaðurinn Ron Rale í gær en verið er að rétta í málum Önnu Nicole þessa dagana.

Ekki er búið að ákveða hvar Anna Nicole verður greftruð. Mamma hennar vill að hún verði látin hvíla í heimaríki sínu, Texas, en Howard K. Stern, kærasti Önnu Nicole, vill að henni verði gefinn reitur á Bahamas þar sem hún bjó. Hafði móðir Önnu Nicole ekki séð hana í tólf ár. Ron Rale, lögmaður Howards, krefst þess að Anna Nicole verði greftruð við hlið sonar síns, Daniels, en hann lést 10. september síðastliðinn vegna ofneyslu eiturlyfja.

Eftir dauða Daniels fór Anna Nicole að huga að sínu eigin andláti en Ron sagði hana hafa verið að láta sauma á sig kjól til að jarða sig í. Þetta kemur fram í NY Daily News.

Anna Nicole virðist því hafa átt von á því að hverfa yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram, en hún fyllti aðeins 39 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.