Viðskipti innlent

Straumur-Burðarás hagnaðist um 45 milljarða króna

Á hlutahafafundi hjá Straumi-Burðarási.
Á hlutahafafundi hjá Straumi-Burðarási. MYND/Heiða

Fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás hagnaðist um 45,2 milljarða krónur á síðasta ári. Hagnaður bankans jókst um 69% frá fyrra ári en hann var tæpir 27 milljarðar á árinu 2005. 

Arðsemi eigin fjár nam 42% í fyrra.

Hagnaður bankans eftir skatta á fjórða ársfjórðungi 2006 jókst um 92% frá sama ársfjórðungi árið 2005. Hagnaðurinn var tæpir 25 milljarðar króna á ársfjórðungnum árið 2006 en rúmir 12,5 milljarðar króna á sama tímabili árið 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×