Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan endaði uppi á 7.000 stiga múrnum

Hækkunarferli Úrvalsvísitölunnar síðan á föstudag hélt áfram í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan rauf 7.000 stiga múrinn nánast um leið og markaðir opnuðu í morgun og stóð í sléttum 7.000 stigum í lok dagsins. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúm 9% frá áramótum, sem telst harla gott, að mati greiningardeildar Kaupþings. Í Hálffimm fréttum segir, að ólíklegt sé að sami hækkunarhraði haldi áfram út árið, en það myndi þýða um 200% hækkun á ársgrundvelli. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að Úrvalsvísitalan hækki um u.þ.b. 25% á árinu, en standist sú spá er ljóst að stór hluti hækkunarinnar er þegar kominn fram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×