Erlent

Þriðjungur Eþíópíumanna á förum

Eþíópískir hermenn á förum frá Sómalíu á dögunum.
Eþíópískir hermenn á förum frá Sómalíu á dögunum. MYND/AP

Þriðjungur eþíópískra hermanna sem komu til hjálpar stjórnarher Sómalíu verður sendur heim í dag eða á næstu dögum. Þetta setur aukinn þrýsting á Afríkusambandið að senda friðargæsluliða til að tryggja stöðugleikann í Sómalíu. Fundur Afríkusambandsins hófst í dag en málefni Darfur-héraðs í Súdan verða þar efst á baugi.

Óttast er að ef Afríkusambandið fyllir ekki upp í tómarúmið þegar Eþíópíumennirnir fara þá gæti ofbeldi blossað þar upp á ný. Einnig gæti svo farið að stríðsherrar sem stjórnuðu landinu frá 1991 reyni að komast aftur til valda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×