Handbolti

Leegaard verður ekki með Dönum í kvöld

AFP
Danska landsliðið hefur orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn gegn Íslendingum í kvöld, en hinn örvhenti Per Leergaard getur ekki spilað í kvöld vegna flensu. Hann er eini örvhenti leikmaður danska liðsins og því er ljóst að þetta eru slæm tíðindi fyrir lærisveina Ulrik Wilbek. Hans Lindberg kemur inn í danska liðið í stað félaga síns frá liði Viborg í Danmörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×