Hjálp í viðlögum fyrir prúttmarkaði 20. júní 2007 04:30 Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og kennari í samningatækni Þegar ég kom til Kína með MBA og MSc-nemendur úr HR í sumar fékk ég stuttan lista frá Pekingháskóla yfir mikilvægustu orð og orðasambönd á kínversku. Fyrsta kom Ni Hao (Halló), síðan Duo Shao Qián? (Hvað kostar þetta?) og því næst Tái Guíle! (Of dýrt!). Kínverjar eru kaupmenn af guðs náð. Alls staðar er prúttað um verð – jafnt í virðulegum verslunum og á iðandi mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst erfitt að prútta – en í raun er það frábær skemmtun! Hér eru nokkrar hagnýtar ábendingar sem eiga að nýtast á mörkuðum um heim allan:Aldrei samþykkja fyrsta tilboð – ALDREI!Þú verður alltaf að gera ráð fyrir því að mótaðili þinn hafi samningssvigrúm. Fyrsta tilboð hans segir ekki til um virði vörunnar, heldur gefur það einungis vísbendingu um þá skynjun á virði vörunnar sem hann vill koma að hjá þér. Jafnvel þó að þér finnist fyrsta tilboðið ásættanlegt þá er ákaflega óskynsamlegt að taka því, og á markaði í Kína átt þú alls ekki að greiða meira en helming þess verðs sem sett er upp! Ákveddu verðið!Þú þarft að ákveða fyrirfram hversu mikið þú ert tilbúin/n til að greiða (þitt BATNA / Reservation Point) fyrir vöruna. Ef þú nærð ekki því verði sem stefnt er að, þá er það vegna þess að þú átt að nota peningana í annað – þú þarft þess vegna að vera reiðubúin/n til að ganga frá samningaborðinu. Byrjaðu hátt!Þú átt að stefna á framúrskarandi árangur í samningaviðræðunum og ekki hika við að nefna verð sem er mjög hagstætt fyrir þig. Þú þarft að geta horft í augun á samningsaðila þínum og sett fram verð sem er dálítið ósvífið! Þeir sem setja markið hátt í samningum um verð ná betri árangri en aðrir (Kray, Thompson & Galinsky, 2001). Opnaðu(ef þú þekkir markaðinn) Fylgni milli fyrsta tilboðs og endanlegrar útkomu samingaviðræðna er að jafnaði r = 0.85, sem þýðir að fyrsta talan sem er nefnd hefur veruleg áhrif á lokaniðurstöðu (Galinsky & Mussweiler, 2001). Þess vegna er fyrsta tilboð oft nefnt akkeri eða viðmið. Varpaðu af þér akkerum!Ef mótaðili þinn nefnir fyrsta tilboðið, þá skaltu ekki falla í þá gryfju að líta þá á það sem eðlilegt viðmið! Áhrifaríkt móttilboð færir viðmiðið frá þeirri tölu sem mótaðili þinn nefnir yfir á þá tölu sem þú nefnir. Undirbúðu eftirgjöfÍ fyrsta lagi þá gefur þú aldrei eftir tvisvar í röð. Í öðru lagi þá lætur þú mótaðila þinn ekki ákveða hversu mikið þú gefur eftir. Almennt er best að gefa mjög lítið eftir fyrst en taka stærri skref seinna í viðræðunum (Hilty & Carnevale, 1993). Í þriðja lagi þá er sterkt að gefa ekki eftir of hratt, heldur láta nokkurn tíma og viðræður eiga sér stað áður en þú færir þig frá upphaflegu tilboði (Kwon & Weingart, 2004). Ekki skipta 50/50Eitt elsta bragðið í bókinni er að nefna mjög hátt verð og reyna síðan að lenda viðræðunum mitt á milli fyrsta tilboðs og fyrsta móttilboðs. Ekki falla í þessa gryfju! Notaðu hlutlæg viðmiðRöksemdafærsla fyrir tilboði – jafnvel hlægilega léleg röksemdafærsla – eykur líkur á góðum árangri gríðarlega (Langer, Blank & Chanowitz, 1978). Vísaðu í sanngirniSanngirni skiptir miklu máli þar sem flestir líta á sjálfa sig sem sanngjarna einstaklinga – eða einstaklinga sem vilja vera sanngjarnir. Undirbúðu sanngirnisrök fyrir tilboði þínu. skemmtu þér!Líkur á árangri aukast gríðarlega ef þú hefur gaman af því að prútta! Þú pínir ekki mótaðilann til að samþykka þitt verð – hann mun ganga frjáls til samninga við þig. Prútt er félagsleg samskipti og það er ekki bannað að hlæja, ná góðu sambandi við mótaðilann og njóta þess að takast aðeins á!Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og kennari í samningatækni Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Þegar ég kom til Kína með MBA og MSc-nemendur úr HR í sumar fékk ég stuttan lista frá Pekingháskóla yfir mikilvægustu orð og orðasambönd á kínversku. Fyrsta kom Ni Hao (Halló), síðan Duo Shao Qián? (Hvað kostar þetta?) og því næst Tái Guíle! (Of dýrt!). Kínverjar eru kaupmenn af guðs náð. Alls staðar er prúttað um verð – jafnt í virðulegum verslunum og á iðandi mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst erfitt að prútta – en í raun er það frábær skemmtun! Hér eru nokkrar hagnýtar ábendingar sem eiga að nýtast á mörkuðum um heim allan:Aldrei samþykkja fyrsta tilboð – ALDREI!Þú verður alltaf að gera ráð fyrir því að mótaðili þinn hafi samningssvigrúm. Fyrsta tilboð hans segir ekki til um virði vörunnar, heldur gefur það einungis vísbendingu um þá skynjun á virði vörunnar sem hann vill koma að hjá þér. Jafnvel þó að þér finnist fyrsta tilboðið ásættanlegt þá er ákaflega óskynsamlegt að taka því, og á markaði í Kína átt þú alls ekki að greiða meira en helming þess verðs sem sett er upp! Ákveddu verðið!Þú þarft að ákveða fyrirfram hversu mikið þú ert tilbúin/n til að greiða (þitt BATNA / Reservation Point) fyrir vöruna. Ef þú nærð ekki því verði sem stefnt er að, þá er það vegna þess að þú átt að nota peningana í annað – þú þarft þess vegna að vera reiðubúin/n til að ganga frá samningaborðinu. Byrjaðu hátt!Þú átt að stefna á framúrskarandi árangur í samningaviðræðunum og ekki hika við að nefna verð sem er mjög hagstætt fyrir þig. Þú þarft að geta horft í augun á samningsaðila þínum og sett fram verð sem er dálítið ósvífið! Þeir sem setja markið hátt í samningum um verð ná betri árangri en aðrir (Kray, Thompson & Galinsky, 2001). Opnaðu(ef þú þekkir markaðinn) Fylgni milli fyrsta tilboðs og endanlegrar útkomu samingaviðræðna er að jafnaði r = 0.85, sem þýðir að fyrsta talan sem er nefnd hefur veruleg áhrif á lokaniðurstöðu (Galinsky & Mussweiler, 2001). Þess vegna er fyrsta tilboð oft nefnt akkeri eða viðmið. Varpaðu af þér akkerum!Ef mótaðili þinn nefnir fyrsta tilboðið, þá skaltu ekki falla í þá gryfju að líta þá á það sem eðlilegt viðmið! Áhrifaríkt móttilboð færir viðmiðið frá þeirri tölu sem mótaðili þinn nefnir yfir á þá tölu sem þú nefnir. Undirbúðu eftirgjöfÍ fyrsta lagi þá gefur þú aldrei eftir tvisvar í röð. Í öðru lagi þá lætur þú mótaðila þinn ekki ákveða hversu mikið þú gefur eftir. Almennt er best að gefa mjög lítið eftir fyrst en taka stærri skref seinna í viðræðunum (Hilty & Carnevale, 1993). Í þriðja lagi þá er sterkt að gefa ekki eftir of hratt, heldur láta nokkurn tíma og viðræður eiga sér stað áður en þú færir þig frá upphaflegu tilboði (Kwon & Weingart, 2004). Ekki skipta 50/50Eitt elsta bragðið í bókinni er að nefna mjög hátt verð og reyna síðan að lenda viðræðunum mitt á milli fyrsta tilboðs og fyrsta móttilboðs. Ekki falla í þessa gryfju! Notaðu hlutlæg viðmiðRöksemdafærsla fyrir tilboði – jafnvel hlægilega léleg röksemdafærsla – eykur líkur á góðum árangri gríðarlega (Langer, Blank & Chanowitz, 1978). Vísaðu í sanngirniSanngirni skiptir miklu máli þar sem flestir líta á sjálfa sig sem sanngjarna einstaklinga – eða einstaklinga sem vilja vera sanngjarnir. Undirbúðu sanngirnisrök fyrir tilboði þínu. skemmtu þér!Líkur á árangri aukast gríðarlega ef þú hefur gaman af því að prútta! Þú pínir ekki mótaðilann til að samþykka þitt verð – hann mun ganga frjáls til samninga við þig. Prútt er félagsleg samskipti og það er ekki bannað að hlæja, ná góðu sambandi við mótaðilann og njóta þess að takast aðeins á!Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og kennari í samningatækni
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira