Viðskipti innlent

Kjalar endurfjármagnar í Kaupþingi

Hjörleifur Þór Jakobsson
Hjörleifur Þór Jakobsson

„Við erum að endurfjármagna okkar bréf í Kaupþingi hjá erlendum banka og þá þurftum við að vera með þau bréf í einu og sama félaginu,“ segir Hjörleifur Þór Jakobsson, forstjóri Kjalars, um ástæður þess að hollenska eignarhaldsfélagið Kjalar Invest BV færði 9,71 prósents hlut sinn í Kaupþingi yfir í nýtt óstofnað systurfélag í Hollandi. Í Kjalari Invest stendur þá eftir 35,8 prósenta hlutur í Alfescu.

Sami eigandi er að báðum félögum, Kjalar Holding B.V. sem er í eigu Eglu hf. Egla er í eigu Kjalars hf. sem er að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnar­formanns Samskipa. Egla færir 0,17 prósenta hlut sinn í Kaupþingi í hið óstofnaða félag sem mun eiga alls um 9,88 prósenta hlut í bankanum. Allur eignarhluturinn er metinn á um áttatíu milljarða króna miðað við síðasta viðskiptagengi Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×