Viðskipti innlent

Byggðarstofnun skilar hagnaði

Byggðarstofnun skilaði ríflega 4 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2007. Hreinar vaxtatekjur sofnunarinnar námu rétt rúmlega 86 milljónum króna miðað við neikvæðar vaxtatekjur upp á 49 milljónir á sama tímabili 2006. Rekstrartekjur námu 166 milljónum króna og rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla hlutafjár nam 162 milljónum króna. Framlög í afskriftarreikning útlána og

niðurfært hlutafé voru neikvæðar um 30 milljónir króna, að því er fram kemur í upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Eigið fé Byggðastofnunar nam rúmum einum milljarði króna eða 9,26% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar er 9,03%. Samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki skal eigið fé lánastofnunar á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svarar 8% af áhættugrunni.

Í byrjun ágúst tilkynnti iðnaðarráðherra að ríkissjóður muni yfirtaka 1.200 milljónir króna af skuldum stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að hún fái jafnframt 200 milljónir króna á næstu tveimur árum í samkeppnissjóð sem verði notaður til eflingar nýsköpunar á landsbyggðinni. Þetta er gert til að Byggðastofnun geti stutt við fyrirtæki í sjávarútvegi sem munu eiga í vandræðum vegna 30% niðurskurðar í þorskveiðum. Áætlað er að afléttingin skuldanna verði afgreidd frá Alþingi í fjáraukalögum í haust og muni koma til framkvæmda í lok ársins. Mun þessi aðgerð styrkja efnahag stofnunina til muna og tvöfalda eigið fé hennar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×